Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað.
Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá stoppistöð...Sjá nánar25.09.2013
Hér á vefnum undir "Úrslit 2013" eru nú staðfest úrslit Hjólum í skólann 2013.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann verður föstudaginn 27. september frá 12:10 – 13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-sal 3. hæð. Veitt eru verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fá .......
Sjá nánar25.09.2013
Skráningu ferða í Hjólum í skólann lýkur á morgun, miðvikudaginn 25. september kl. 12:00. Eftir þann tíma verður ekki hægt að skrá neitt inn og ekki verður gerð undantekning á því.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann verður svo frá 12:10 - 13:00 föstudaginn 27. september í E-sal, 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veittar eru viðurkenningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Boðið verður upp á léttar veitingar. Sjá nánar20.09.2013
Í dag 20. september er síðasti keppnisdagur í Hjólum í skólann þetta árið. Hægt verður að skrá inn sínar ferðir/daga til kl. 12:00 miðvikudaginn 25. september. Staðfest úrslit verða svo birt á vefnum kl. 14:00 sama dag.
Veittar eru viðurkenningar til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki fyrir hlutfall þátttökudaga miða við heildarfjölda nemenda og starfsmanna í viðkomandi skóla.
Verðlaunaafhending verður svo í hádeginu föstudaginn 27. september. Sjá nánar19.09.2013
Kostir hjólreiða, sem og annarra virkra samgöngumáta eru margir.
Hagkvæmt:
Samkvæmt vefsíðu FÍB er rekstarkostnaður smábíls á bilinu 1,2 - 1,4 milljónir á ári. Fyrir þá upphæð er hægt að kaupa sér árskort í strætó, taka leigubíl 80 sinnum, leigt skyndibíl í 60 daga í miðri viku og 10 helgar yfir árið, en samt er það allt saman enn ódýrara en að eiga smábíl.
Heilsusamlegt:
Samkvæmt ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er mælt með því að allir hreyfi sig í a.m.k. 30 mínútur....Sjá nánar19.09.2013
Á morgun er síðasti keppnisdagur í Hjólum í skólann. Hægt verður að skrá inn sínar ferðir til kl. 12:00 miðvikudaginn 25. september. Framhaldsskólar geta ennþá skráð sig til leiks og einnig er hægt að bæta við liðsmönnum þar til skráningu lýkur.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann verður í hádeginu föstudaginn 27. september í E-sal á 3. hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sjá nánar16.09.2013
Hjólum í skólann hófst í dag mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nú eru alls 13 skólar skráðir til leiks en það eru um 40% af öllum framhaldsskólum landins.
Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér vel reglur Hjólum í skólann og bendum einnig á kynningarefnið sem ...Sjá nánar13.09.2013
Taktu þátt í myndaleik Hjólum í skólann – skólinn þinn gæti unnið 50.000 kr. til að nýta til hjólaframkvæmda.
Taktu skemmtilega mynd í tengslum við Hjólum í skólann og
Sendu hana inn í gegnum Facebook síðu Hjólum í skólann eða á netfangið kristin@isi.is.
Myndin birtist svo í möppunni „Myndaleikur 2013“ á Facebook síðu Hjólum í skólann.
Að loknu átaki velur dómnefnd bestu myndina, en einnig verður tekið tillit til þess hversu mörg „like“ myndin fær á Facebook.
Til þess að myndin verði gjaldgeng í myndaleikinn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Nafn framhaldsskóla,
nafn þess sem sendir og
stutt lýsing um myndina.
Skila þarf myndinni inn í síðasta lagi kl. 13:00 mánudaginn 23. september.Sjá nánar13.09.2013
Hvatningarátakið Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni hefst í fyrsta sinn mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna eru hvattir til þess að nýta virkan ferðamáta sem oftast á þessu tímabili, en með virkum ferðamáta er átt við að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólbretti eða taka strætó.
Markmið átaksins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólann.
Margt skemmtilegt verður í gangi í framhaldsskólum landsins í næstu viku og hvetjum við alla til þess að senda okkur skemmtilegar frásagnir um þátttöku ykkar skóla í hér. Sjá nánar09.09.2013
Þegar framhaldsskóli er skráður til leiks er byrjað á því að fara í "nýskráningu". Næsta skref er að sá sem skráir skólann þarf að stofna sjálfan sig sem notandi og því næst er framhaldsskólinn skráður sem og lið/liðin sem taka þátt. Nokkrar leiðir eru í boði fyrir næstu skref, en leitast var við því að hafa þær sem fjölbreyttastar svo allir skólar gætu farið þá leið sem þeim finnst þægilegust:
1. Allir í sama liðinu og nemendur og starfsmenn skrá sig sjálfir: Stofna framhaldsskólann - skrá eitt lið - hvetja nemendur og starfsmenn til þess að skrá sig sjálfir inn á vefinn og ganga í liðið. Auðveldast er að stofna sér aðgang með facebook innskráningu en einnig er hægt að fara í nýskráningu í gegnum vefinn....Sjá nánar05.09.2013
Útbúnar hafa verið 8 kynningarslæður (slides) fyrir Hjólum í skólann, en þær má nálgast hér. Ef smellt er á hverja slæðu fyrir sig birtist hún sem stór mynd, þá er hægt að hægri smella á myndina og velja "Vista sem" og þá vistast myndin sem .jpg skrá á tölvuna. Við hvetjum alla skóla til að sækja þessar slæður og nýta til að kynna verkefnið innan skólans, það er t.d. hægt að setja slæðurnar á tilkynningaskjái eða senda út í tölvupósti á alla nemendur og starfsmenn. Sjá nánar