Opnað hefur verið fyrir skráningu framhaldsskóla í Hjólum í skólann, en átakið hefst formlega mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september.
Um leið og skóli hefur verið skráður til leiks er hægt að byrja að skrá liðsmenn í liðin, en ekki verður hægt að skrá inn ferðir fyrr en daginn sem átakið hefst.
Við hvetjum alla til þess að kynna sér vel skráningarleibeiningar sem finna má undir "Gott að vita" hér á vefnum.
Sjá nánar29.08.2013
Opnað verður fyrir skráningu í Hjólum í skólann fimmtudaginn 29. ágúst næst komandi. Hægt er að nálgast ítarlegar leiðbeiningar um skráningu hér á vefnum undir "Gott að vita" - "Skráningarleiðbeiningar". Einnig er hægt að hafa samband á netfangið kristin@isi.is eða í síma 514-4000. Sjá nánar28.08.2013
Taktu þátt í myndaleik Hjólum í skólann – skólinn þinn gæti unnið 50.000 kr. til að nýta til hjólaframkvæmda.
Taktu skemmtilega mynd í tengslum við Hjólum í skólann og sendu hana inn í gegnum Facebook síðu Hjólum í skólann eða á netfangið kristin@isi.is.
Myndin birtist svo í möppunni „Myndaleikur 2013“ á Facebook síðu Hjólum í skólann.Að loknu átaki velur dómnefnd bestu myndina, en einnig verður tekið tillit til þess hversu mörg „like“ myndin fær á Facebook.
Til þess að myndin verði gjaldgeng í myndaleikinn þurfa eftirfarandi upplýsingar að fylgja: Nafn framhaldsskóla, nafn þess sem sendir og stutt lýsing um myndina.
Skila þarf myndinni inn í síðasta lagi kl. 13:00 mánudaginn 23. september.
Sjá nánar19.08.2013
Tíu fyrstu framhaldsskólarnir sem skrá sig til leiks í Hjólum í skólann 2013 fá frían fyrirlestur um samgönguhjólreiðar eða heimsókn frá Dr. BÆK í tengslum við keppnina. Ef þinn skóli er ekki einn af 10 fyrstu skólunum til að skrá sig er samt hægt að fá slíka þjónustu frá Hjólafærni á Íslandi. Fyrirlesturinn kostar 22.000 kr. en nánari upplýsingar má fá á netfaingu hjolafaerni@hjolafaerni.is eða í síma 864-2776. Sjá nánar19.08.2013
Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal framhaldsskólanema og starfsfólks. Opnað verður fyrir skráningu á skólum miðvikudaginn 28. ágúst. Sjá nánar