Virkur ferðamáti: 
  • Hjólreiðar
  • Hlaupahjól
  • Ganga
  • Hlaup
  • Línuskautar, hjólabretti
  • Almenningssamgöngur
  • Annað sem felur í sér virkan ferðamáta

Af hverju virkur ferðamáti

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu eða hjólreiðar. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Virkur ferðamáti minnkar bílaumferð, bætir loftgæði, minnkar útgjöld einstaklinga og samfélagsins, stuðlar að betri hegðun í umferðinni og aukinni umhverfismeðvitund. Síðast en ekki síst er grunnurinn lagður að heilsusamlegum ferðavenjum í framtíðinni.

Tekið af vef Embætti landlæknis