• Reiknivél Orkusetursins

  Inn á vef Orkusetursins má finna nokkrar samgöngureiknivélar og ein þeirra er um göngu og hjól. 

  Skoðið hvað þið sparið við að nota virkan ferðamáta. 

   

 • Að velja rétta hjólið

  Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kaupa á nýtt hjól.

  Tæknilegt, hjólagerð: fjallahjól, blendingur, borgarhjól, dekkjastærð (26/28/29 tommu), gerð og fjöldi gíra, vökva eða vírabremsur, diska eða gjarðabremsur.

  Fagurfræðilegt: Hvaða útlit kitlar fagurkerann? “Mikið er þetta bleika hjól með blómamynstrinu fallegt”.

  Hagnýtt: „Sko þegar ég er komin(n) á gott hjól ætla ég alltaf að hjóla í skólann.“ „Gaman væri nú að komast líka í hjólaferð um hálendið í sumar.“ „Þetta er nú bara til að hjóla á góðviðrisdögum um helgar.“ „Ég ætla að taka þátt í hjólakeppnum í sumar.“ „Ég vil gjarnan sitja upprétt(ur).“ „Ég vil geta hjólað í kjól og hafa körfu á stýrinu.“

  Raunsætt: Hvað sætti ég mig við að nota mikinn pening í þetta verkefni?

  Persónulegt: Mig langar að breyta um lífsstíl, koma mér í gott form og hjóla meira. Hvernig hjóli langar mig til að hjóla á?

  Semsagt, hvernig hjól langar mig í? Hvernig hjól hentar mér? Hvernig hjóli hef ég efni á?Inná vefsíðunni hjolreidar.is má nálgast frekari upplýsingar um hvað þarf að hafa í huga þegar nýtt hjól er keypt.
 • Kostir hjólreiða
  Hjólreiðum fylgja margir kostir, bæði fyrir þig og aðra. Lengra líf, bætt heilsa, sparar tíma og pening og svo eru þær skemmtilegar og öruggar.
  Á heimasíðunni hjolreidar.is er fjallað um nokkra af kostum reglulegra hjólreiða.
 • Öryggisbúnaður hjólreiðamanna
  Skyldubúnaður reiðhjóla.

  Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar frá heimasíðu Samgöngustofu.

  Öryggisbúnaður reiðhjóla

   
  • Bremsur í lagi á fram og afturhjóli
  • Bjalla - ekki má nota annan hljóðmerkjabúnað
  • Ljós að framan - hvítt eða gult (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni)
  • Rautt ljós að aftan (ef hjólað er í myrkri eða skertu skyggni)
  • Þrístrennd glitaugu - rautt að aftan og hvítt að framan
  • Keðjuhlíf - til varnar því að fatnaður festist í keðjunni
  • Teinaglit í teinum
  • Glitaugu á fótstigum
  • Lás

  Leggja ætti áherslu á að nota einnig:

  • Hjólvara (bílafælu) - viðvörunarstöng með endurskini sem hægt er að beina út frá hjólinu
  • Standara

  Reiðhjólahjálmur

  Hjálmaskylda við hjólreiðar barna Samkvæmt reglum um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar barna (631/1999) er öllum börnum, 15 ára og yngri, skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.

  Hvaða gagn er að hjólreiðahjálmum?
  Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Sérstaklega er mikilvægt að börn noti hlífðarhjálm við hjólreiðar enda eru höfuð þeirra minni og viðkvæmari en þeirra sem eldri eru.

  Veljið hjálm af kostgæfni. Góður hjálmur uppfyllir þessar kröfur:
  • er prófaður af viðurkenndri stofnun og merktur með CE-merki
  • verndar enni, hnakka, gagnaugu og koll
  • passar vel, situr þétt á höfðinu, rennur ekki aftur á hnakka
  • hindrar hvorki sjón né dregur úr heyrn
  • er mjúkur næst höfðinu
  • er léttur og með loftopum
  • er með stillanlegt hökuband og spennu sem auðvelt er að opna og loka. Spennan á að vera til hliðar en ekki undir hökunni.
  • er auðveldur í notkun og létt að þrífa.

  Rétt notkun getur skipt sköpum:

  • hjálmurinn skal sitja rétt, - ekki of aftarlega
  • hjálmurinn skal sitja þétt svo hann hvorki detti af né skekkist þegar á reynir
  • böndin eiga að vera rétt stillt. Aftara bandið skal stillt á móti fremra bandi, þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu sem böndin mynda.
  • hvorki má líma merki á hjálminn né mála hann, þá getur höggþolið minnkað
  • hjálminn má aðeins hreinsa með vatni og sápu, - ekki með uppleysandi efnum, ss. þynni, bensíni o.s.frv.
  • hjálminn á ekki að nota í leiktækjum.

  Mega hjólreiðamenn hjóla á gangstéttum?
  Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. Þegar nauðsynlegt er að koma í veg fyrir hættu skal hjólreiðamaður gefa hljóðmerki. Sums staðar er notkun reiðhjóla bönnuð á gangstéttum og er þá vakin athygli á því með viðeigandi skiltum.

   

   


   
 • Hjólastígakort

  Korterskortið fyrir Reykjavíkurborg þar sem hægt er að sjá þær vegalengdir sem hægt er að fara frá þungamiðju Reykjavíkur á 15 mínútum. Hér eru tengingar í korterskort í mörgum sveitarfélögum landsins.

  Á Borgarvefsjá má mæla út vegalengdir og á ja.is er að finna kortavef sem nær yfir allt landið.

  Kort af göngu- og hjólreiðastígum á höfuðborgarsvæðinu má nálgast hér.

  Hér er hægt að skoða hjólakort fyrir allt landið, en þetta kort er þannig að notendur geta sjálfir bætt inn stígum og tengingum. Kortið er í þróun.

 • Myndbönd frá Samgöngustofu
  Samgöngustofa hefur nýlega útbúið kynningarmyndbönd um hjólreiðar í umferðinni. Við hvetjum alla til að skoða myndböndin og kynna sér vel það sem þar kemur fram.

  Hjólað á göngustíg

  Bílstjórar og hjólandi

  Hjólað á akbraut

 • Að byrja að hjóla
  Hnakkhæð og staða.
  Auðveldast er að stilla hæðina á hnakknum með því að setjast á hann og styðja sig upp við vegg.
  Þegar fótleggirnir eru alveg beinir átt þú að geta hvílt hælana á fótstigunum í neðstu stöðu. Stöðuna er einnig hægt að skoða á meðan þú situr á hjólinu. Stilltu fótstigið lárétt og leggðu fótinn á það. Haltu snæri með hangandi lóði upp að hnénu framanverðu. Lóðið á koma niður nákvæmlega á miðju fótstigsins og ef það gerir það er staða þín rétt, ella þarf að færa hnakkinn fram eða til baka þar til rétt staða næst. Þegar maður hjólar aftur á móti er best að vera með petalinn undir tábergi.

  Taktur og ákefð
  Eitt af markmiðum með hjólaþjálfun er að þjálfa hjarta- og æðakerfið, þ.e.a.s. úthaldsþjálfun. Þess vegna er mikilvægt að snúa fótstigunum eins hratt og þú getur (þ.e. sá fjöldi hringja sem fótstigið fer á mínútu) sem skilar þér því að þú getur hjólað lengra án þess að verða þreytt/-ur í fótunum.

  Margir hafa hjólið þannig „gírað” þegar þeir hjóla að fótstigin fara 60 hringi eða færri á mínútu. Það er of lítið. Það er hins vegar mælt með því að þú hjólir frekar í lágum gír og haldir þannig hraða að fótstigin fari um 80 –100 hringi á mínútu. Þetta þýðir ekki að þú farir hraðar heldur að þú þurfir að snúa hraðar til að halda sama hraða og þú myndir annars gera með 60 hringjum á mínútu.

  Í byrjun mun þetta reynast þér erfitt, en smá saman uppgötvar þú að þú getur hjólað miklu lengra án þess að verða þreytt/ur um leið og þú styrkist. Aukinn snúningshraði minnkar jafnframt líkur á álagsmeiðslum í hnjám.

  Nánari upplýsingar er að finna hér inná heimasíðu IFHK.

 • Umferðaröryggi hjólreiðamanna

  Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á stígum og gangstéttum með blandaðri umferð

  1.      Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát.

  2.      Gangandi vegfarendur hafa forgang.

  3.      Stillum hraðanum í hóf á stígunum þeir eru oftast hannaðir fyrir hæga gangandi umferð með blindhornum og kröppum beygjum.

  4.      Höfum almennt í huga hægri regluna - höldum okkur til hægri og förum framúr vinstra megin.

  5.      Förum varlega framúr öðrum og gefum tímanlega kurteislegt hljóðmerki með bjöllu.

  6.      Víkjum til hægri fyrir þeim sem vilja komast framúr þegar það er öruggt.

  7.      Högum hraða ávallt miðað við aðstæður og sýn fram á stíg.

  8.      Notum góð ljós þegar rökkvar og gætum þess að vera sýnileg.

  9.      Lítum aftur og gætum að umferð og gefum skýr merki með höndum ef við á áður en við beygjum, breytum stöðu á stíg eða hægjum á ferð.

  10.  Veitum ökutækjum sérstaka aðgát þegar stígur liggur yfir götu.

  Leiðbeiningar LHM fyrir hjólandi á götum með 50 km hraða eða minna.

  Fylgjum ávallt umferðarlögum. Sýnum öðrum ávallt tillitsemi og aðgát. Notum góð ljós þegar rökkvar og gætum þess að vera sýnileg.

  2.      Höldum okkur að lágmarki um 1 metra frá hægri kanti eða kyrrstæðum bifreiðum.

  3.      Fylgjum umferðarstraumnum og breytum ekki um stefnu öðrum að óvörum.

  4.      Gefum skýr merki með höndum ef við á áður en við beygjum, breytum stöðu á akrein eða hægjum á ferð.

  5.      Við eftirfarandi aðstæður ætti hjólandi við flestar kringumstæður að taka víkjandi stöðu á akbraut, sem er um 1 meter hægra megin við umferðarstraum en varla nær akbrautarbrún en um 1 meter:

  ·         þegar nægilegt pláss er fyrir akstur bíls og reiðhjóls hlið við hlið,

  ·         þegar langt er milli gatnamóta eða innkeyrslna,

  ·         til að hleypa bílum framúr.

  6.      Við eftirfarandi kringumstæður ættu hjólandi þó að taka ríkjandi stöðu á miðri akrein:

  ·         þegar ekki er nægilegt pláss fyrir bíl að fara framúr, s.s. í þrengingum,

  ·         við gatnamót, í beygjum og í hringtorgum,

  ·         þegar farið er framhjá bílum sem gætu óvænt ekið í veg fyrir hjólandi svo sem við innkeyrslur og bílastæði.

  7.      Lítum aftur og gætum að umferð áður en:

  ·         ríkjandi staða er tekin á akrein,

  ·         áður en skipt er um akrein,

  ·         áður en beygt er til vinstri eða hægri.

  8.      Fara skal fram úr vinstra megin að öllu jöfnu. Reiðhjólum er leyfilegt að fara framúr vélknúnum ökutækjum hægra megin en það þarf að gerast með varúð.

  9.      Gæta skal að löngum ökutækjum, varasamt er að vera hægra megin við þau ef mögulegt er að þau beygi til hægri.

  10.  Hjólandi á akbraut ber að veita umferð gangandi og hjólandi forgang á gangstétt eða gangstíg.

 • Samgönguhjólreiðar
  Samgönguhjólreiðar - öruggar hjólreiðar
  Reiðhjólið er ökutæki og hjólreiðamaðurinn er stjórnandi ökutækis.

  Hjólreiðamönnum farnast best þegar þeir haga sér líkt og aðrir ökumenn í umferðinni og þegar komið er fram við þá sem ökumenn.

  Hjólreiðamenn geta auðveldlega hjólað á götunum og það er oftast fljótlegasta, greiðasta og öruggasta leiðin. Rólegar götur eru þægilegar til hjólreiða fyrir alla sem hafa lærtumferðarreglur og kunna að haga sér í umferðinni. Stígar og gangstéttir henta víða, sérstaklega meðfram stofnbrautum og tengibrautum með þungri og hraðri umferð þar sem óþægilegter að hjóla á götunni og þegar þeir stytta leið.

  Á síðunni hjolreidar.is er fjallað nánar um samgönguhjólreiðar og hvetjum við alla til þess að kynna sér samgönguhjólreiðar nánar.
 • Hjólreiðasamtök og félög
  Hér fyrir neðan er listi yfir hjólreiðasamtök og félög á landinu, en á heimasíðum þeirra má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar tengdar hjólreiðum.
  Þeir sem hafa áhuga á því að fara að æfa hjólreiðar ættu endilega að skoða síðurnar hér að ofan, en einnig er hægt að sjá lista yfir allar hjólreiðarkeppnir á síðunniHjólamót.