Fyrirlestrar og námskeið

1. Ástandsvottun Dr. Bæk
Dr. Bæk mætir með farandskoðunarstöðina sína og ástandsskoðar hjólin. Pumpar, smyr og skoðar bremsur og gíra. Hvert hjól fær sitt ástandsvottorð. Líka gott tækifæri til þess að spyrja hin ráðagóða doktor. Vinsælt fyrir vinnustaði og vorhátíðir alls konar.

2. Leiðsögn Dr. Bæk. 
Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mætt með sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eða þá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum.

3. Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar. 
Um 45 mín. hádegisfyrirlestur um samgönguhjólreiðar og hindurvitni hjólreiða, samvinnu í umferðinni, hjólaleiðir, aðbúnað fyrir hjól og fjölbreytni í samgöngum.

4. Hjólum og verum klár. 
Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar og námskeið í hjólaviðgerðum á eftir; sprungið dekk, bremsur og gírar. Ein kvöldstund sem hefst með fyrirlestri. Síðan er kaffi og loks sýna tveir fagmenn og kenna dekkjaviðgerðir og einfalt viðhald á bremsum og gírum.

5. Kennsla í samgönguhjólreiðum á vettvangi. 
Fámenn einkakennsla, 2 – 4 í hóp, þar sem hjólað er undir leiðsögn hjólafærnikennara á stígum og á götum. Kennsla í samgönguhjólreiðum hentar öllum sem vilja auka öryggi sitt á hjólinu og í umferðinni. Hentar vinnustöðum, fjölskyldum og vinahópum.

6. Læra að hjóla. 
Hjólafærni kennir hjólreiðar frá grunni börnum og fullorðnum. Það geta allir lært að hjóla. Kennsla er samkvæmt samkomulagi. Fámenn einkakennsla, 1-2 í hóp, þar sem kennt er að hjóla í þægilegu umhverfi.

Verði er samkvæmt verðsrká á heimasíðu Hjólafærni - smellið hér