Í dag er 4. október og það er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn um allan heim og markar sá dagur leiðarlok Hjólum í skólann verkefnisins hér á Íslandi árið 2017.Sjá nánar28.09.2017
Fjölmargir viðburðir eru á Íþróttaviku Evrópu og einn þeirra er hjólaferð um Öskjuhlíð og Fossvogsdal á laugardaginn. Það styttist einnig í lok Hjólum í skólann en lokadagur er á hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4.október.Sjá nánar22.09.2017
Á morgun hefst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir frá 23.-30. september. Íþróttavikan verður ræst með Hjartahlaupinu á Kópavogsvelli kl.10:00 á morgun og er ekkert þátttökugjald í hlaupið. Margir íþróttaviðburðir fara fram á meðan á Íþróttavikunni stendur og þar á meðal hjólreiðaferð með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur um Fossvogsdal og Öskjuhlíð.Sjá nánar21.09.2017
Á morgun 22. september er bíllausi dagurinn en með honum lýkur Evrópskri Samgönguviku. Ýmislegt er í gangi af því tilefni og frítt verður í strætó. Þá er gott að hafa umferðaröryggið á hreinu og hægt er horfa á myndbönd um umferðaröryggi hjólreiða frá Samgöngustofu.Sjá nánar18.09.2017
Um helgina hófst Evrópsk samgönguvika 2017 og stendur hún frá 16. til 22. september. Margt verður á dagskrá alla vikuna tengt vistvænum samgöngum og endar átakið á bíllausa deginum. Þá hefur verið í gangi grasrótarátakið #hjóliðmitt á Instagram þar sem hjólreiðafólk segir frá hjólinu sínu.Sjá nánar12.09.2017
Vel gengur með skráningu í Hjólum í skólann 2017 en hægt verður að skrá framhaldsskóla til þátttöku út septembermánuð. Nú þegar hafa 7 framhaldsskólar skráð sig og þeim mun vonandi fjölga áður en yfir lýkur. Þeir skólar sem eru virkir þátttakendur í Hjólum í skólann 2017 munu hljóta veglegan viðurkenningarplatta til marks um sína þátttöku að verkefninu loknu.Sjá nánar29.08.2017
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk þeirra eru hvattir til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Opið er fyrir skráningu á framhaldsskólum og eru kennarar og skólastjórnendur þeirra hvattir til að skrá sinn skóla ásamt því að hafa viðunandi hjólaaðstöðu fyrir hjólreiðafólk.Sjá nánar