Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla/vinnu er nú lokið. Hjólum í skólann var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9.-22. september. Sjá nánar23.09.2015
Þá er Hjólum í skólann framhaldsskólakeppni 2015 formlega lokið og viljum við minna á að lokað verður fyrir skráningu ferða kl. 12:00 á morgun, fimmtudaginn 24. september og staðfest úrslit verða birt eftir klukkan 15:00. Engin frestur verður gefin.Sjá nánar15.09.2015
Nú er um að gera að drífa í að skrá sig til leiks og eiga möguleika á að vinna reiðhjól frá Erninum að verðmæti 100.000 kr.
Þeir sem eru skráðir endilega verið dugleg að senda okkur myndir í gegnum Facebook eða á Instagram með #hjolumiskolann eða #hjólumískólann Við drögum út fimm 20.000 kr. gjafakort frá Valitor.
Vinningshafi dagsins er Alda Ásta Heimisdóttir í liðinu Hinrik í Verkmenntaskóla Akureyrar. Til hamingju Ásta, þú færð glaðning frá reiðhjólaversluninni Erninum.Sjá nánar09.09.2015
Þá er komið að því, Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni er hafin og stendur frá 9.-22. september 2015. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Er þinn skóli ekki búin að skrá sig til leiks? Sjá nánar08.09.2015
Hér að neðan eru góðar skráningarleiðbeiningar fyrir Hjólum í skólann 2015.
Í upphafi þarf að skrá skólann til leiks. Það getur í raun hver sem er tekið það að sér að stofna skólann. Gott er að sá sem geri það sé tengiliður innan skólans við ÍSÍ.
Mjög mikilvægt er að senda út skilaboð til nemenda ef að búið sé að stofan skólann svo krakkarnir getir tekið af skarið og skráð lið til leiks.Sjá nánar20.08.2015
Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í þriðja sinn dagana 9.-22. september 2015 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Sjá nánar