Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

  • Youtube
  • Facebook
  • Twitter

Er þinn skóli skráður?

09.september.2015

Þá er komið að því, Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni er hafin og stendur frá 9.-22. september 2015. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Er þinn skóli ekki búin að skrá sig til leiks?   

Keppt verður að vanda um að ná sem flestum þátttökudögum miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks skólans og skiptir máli að fá sem flesta til að taka þátt sem flesta daga. Mikilvægt er að fá einhvern til að stofna skólann inn og breiða svo út boðskapinn og fá sem flesta með. Um leið og búið að stofna skólanna er auðveldara að virkja nemendur og starfsfólk til að vera með. 

Leiðbeiningar og kynningarefni 
Hér á vefnum má finna leiðbeiningar til þess að auðvelda skráningu á skólanum og þátttakendum. Þar eru einnig kynningarglærur sem hægt er að nýta innan skólans ásamt veggspjaldi á tölvutæku formi, en veggspjaldið hefur verið sent á alla framhaldsskóla landsins.

Að skrá sig til leiks: 
1.        Farið er inná vef Hjólum í skólann, www.hjolumiskolann.is 
2.        Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu 
3.        Valið Nýskráning eða skrá inn með Facebook
4.        Stofnaður þinn eigin aðgangur 
5.        Valið um að stofna skóla* eða stofna/ganga í lið 
6.        Skráningu lokið

Nánari upplýsingar gefur Hrönn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á hronn@isi.is eða í sími: 514-4000.  

Tveir leikir - lengri keppni - meiri möguleikar á vinning!!!
Samhliða keppninni verða tveir leikir í gangi.
 Skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna því á hverjum degi er dregið út úr þátttakendum sem skráð hafa ferði og þann 22. september er síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá reiðhjólaversluninni Erninum að verðmæti 100.000 krónur.  

Svo verður einnig myndaleikur í gangi þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að sendu okkur skemmtilegar myndir í gegnum Instagram með #hjólumískolann eða #hjolumiskolann og #BeActive. Í vinning eru 20.000 króna gjafakort fráValitor, en dregið verður 5 sinnum. Nánari upplýsingar eru á www.hjolumiskolann.is og á síðu Hjólum í skólann; framhaldsskólakeppni á Facebook.  

Hjólafærni bíður skólum upp á ýmsa fyrirlestra og námskeið um samgönguhjólreiðar eða heimsókn frá Dr. Bæk í tengslum við keppnina á sama verði og árið 2014. Nánari upplýsingar á hjolafaerni@hjolafaerni.is eða í síma 864 2776.  

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur umsjón með verkefninu sem verður í anda Hjólað í vinnuna og styður við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar sem Embætti landslæknis stendur fyrir.   

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Hjólum í skólann eru: Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Samgöngustofa, Hjólafærni á Íslandi, Samband Íslenskra framhaldsskólanema, Valitor og Örninn.  

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að verkefnið heppnist vel og það verði fastur liður á viðburðardagatali skólanna í framtíðinni.

Hjólakveðjur
Hrönn og Sigríður Inga 



Fréttasafn

Fréttasafn

2023

September.

2022

September.

2021

Ágúst, September.

2020

Ágúst, Desember.

2017

Ágúst, September, Október.

2016

September.

2015

Ágúst, September.

2014

Júní, Ágúst, September.

2013

Ágúst, September, Október.

Heim
Nýskráning
Innskráning
Innskráning með Facebook
Gleymt lykilorð?
Nýskráning
Nýskráning
  • Leiðbeiningar
  • Staðan
    • 0 - 299 nemendur og starfsfólk
    • 300 - 699 nemendur og starfsfólk
    • 700 ofl. nemendur og starfsfólk
  • Um hjólum
    • Hafa samband
    • Virkur ferðamáti
    • Fróðleikur um hjólreiðar
    • Hjólafærni
    • Fréttir
    • Umsjónaraðilar
  • Innskráning
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Um hjólum
  • Fréttir
  • Hafa samband

ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi