Efst á síðu
Beint á efnisyfirlit síðunnar

  • Youtube
  • Facebook
  • Twitter

Úrslit Hjólum í skólann 2013

27.september.2013

Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472 km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað.

Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá stoppistöð með um 45,3% ferða, hjólreiðar með 37,9%, ganga með 12,2%, strætó þar sem hjólað var til og frá stoppistöð 2,1%, hlaup 1,3%, línuskautar 0,7% og annað 0,5%.

Verðlaunaafhending fór fram í dag, föstudaginn 27. september, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veittar voru viðurkenningar fyrir felsta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Úrslit voru þessi:

0 – 399 nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Menntaskólinn á Ísafirði

0,198

2. sæti

Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

0,114

3. sæti

Menntaskólinn á Egilsstöðum

0,062

*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

400 – 999 nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Kvennaskólinn í Reykjavík

0,193

2. sæti

Menntaskólinn í Reykjavík

0,174

3. sæti

Flensborgarskólinn

0,14

*Alls voru 4 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

1000 o.fl. nemendur og starfsmenn

Sæti

Skóli

Þátttökudagar

1. sæti

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

0,225

2. sæti

Menntaskólinn við Hamrahlíð

0,204

3. sæti

Tækniskólinn

0,186

*Alls voru 9 skólar skráðir til leiks í þessum flokki

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum  þakka öllum nemendum og starfsmönnum framhaldsskólanna sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna þetta árið og vonumst til þess að sjá enn fleiri á næsta ári.

Fréttasafn

Fréttasafn

2022

September.

2021

Ágúst, September.

2020

Ágúst, Desember.

2017

Ágúst, September, Október.

2016

September.

2015

Ágúst, September.

2014

Júní, Ágúst, September.

2013

Ágúst, September, Október.

Heim
Nýskráning
Innskráning
Innskráning með Facebook
Gleymt lykilorð?
Nýskráning
Nýskráning
  • Leiðbeiningar
  • Staðan
    • 0 - 299 nemendur og starfsfólk
    • 300 - 699 nemendur og starfsfólk
    • 700 ofl. nemendur og starfsfólk
  • Um hjólum
    • Hafa samband
    • Virkur ferðamáti
    • Fróðleikur um hjólreiðar
    • Hjólafærni
    • Fréttir
    • Umsjónaraðilar
  • Innskráning
Efst á síðu
  • Þú ert hér:
  • Forsíða
  • Um hjólum
  • Fréttir
  • Hafa samband

ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi