Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Stúdentaráð Háskóla Íslands (HÍ) standa fyrir sameiginlegu hjólaátaki nemenda dagana 18. september - 2. október. Í átakinu er efnt til keppni milli nemendafélaga HÍ.
Fyrirmynd Hjólum í skólann er árlegt átak ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, sem er haldið í maí ár hvert og er mörgum starfsmönnum HÍ kunnugt. Nú eru það nemendur HÍ sem ætla að keppa sín á milli og er markmiðið að fá öll til að hvíla bílinn og ferðast með umhverfisvænum og heilsusamlegum samgöngumáta til og frá HÍ. Átakið er ætlað að styrkja jákvætt og heilbrigt félagslíf í Háskóla Íslands.