Hjólum í Háskólann 22. september - 6. október
14.september.2022Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) standa fyrir sameiginlegu hjólaátaki nemenda Háskóla Íslands dagana 22. september.- 6 október. Í átakinu er efnt til keppni milli nemendafélaga Háskóla Íslands.
Átakið Hjólað í skólann hefst sama dag og evrópska samgönguvikan en markmið samgönguvikunnar er að kynna vistvæna samgöngumáta sem eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa góð áhrif á umhverfið. Fyrirmynd Hjólað í skólann er árlegt átak ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, sem er haldið í maí ár hvert og er mörgum starfsmönnum HÍ kunnug. Nú eru það nemendur HÍ sem ætla að keppa sín á milli og er markmiðið að fá öll til að hvíla bílinn og ferðast með vistvænum hætti til og frá HÍ. Í átakinu er lögð áhersla á umhverfisvænan, heilsusamlegan og samgöngumáta til og frá HÍ. Enn fremur er átakinu og keppninni ætlað að styrkja jákvætt og heilbrigt félagslíf í Háskóla Íslands.