17.september.2021Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur verið hvatt til að prófa aðra ferðamáta en bifreiðar í átakinu Hvílum bílinn sem er á vegum Landspítalans, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, borgarinnar, Strætó, ÍSÍ, stúdentaráða háskólanna, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar og hafa fleiri stofnanir stokkið á/í vagninn, eins og Skipulagsstofnun.
Strætó býður farþegum að velja sér sögur
Hápunktar vikunnar eru á vegum Strætó að þessu sinni. Annars vegar býðst farþegum Strætó ókeypis mánaðaráskrift hjá Storytel. Það er gert með því að skanna kóða sem leynist um borð í vögnunum. Slagorðið er „Það er engin leið að leiðast“ í strætóferð um söguheima Storytel.
Strætó býður síðan öllum ókeypis far á bíllausa daginn miðvikudaginn 22. september
Auðvelt er að draga úr eldsneytisnotkun, losun og mengun, létta á umferð, spara pening og ekki síst að stuðla að bættri heilsu með því að nýta reglulega eigin orku til að komast á milli staða.
Yngri kynslóðin til í að breyta ferðavenjum
Ný könnun sem Maskína gerði fyrir Reykjavíkurborg á ferðavenjum sýnir góð tækifæri til breyta ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu, því yngri kynslóðin vill helst nota aðrar leiðir til að fara til og frá vinnu en bifreiðar.
Slétt 4% aðspurðra fara til og frá vinnu með strætó en tvöfalt fleiri væru helst til í að ferðast með almenningssamgöngum. Ef ekki, þá vill þessi hópur annað hvort ganga eða hjóla til og frá vinnu.
Spurningin „Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna?“ veitir innsýn í möguleikana því af þessum 75% sem fara sem bílstjórar á einkabíl segjast 59%, eða aðeins þrír af hverjum fimm, vilja í raun fara á bílnum til og frá vinnu. Ríflega 40% vilja helst fara með öðru móti. Slétt 13% bílstjóra væru helst til að ferðast á reiðhjóli, á milli 12-13% fótgangandi og um 8% í strætó.
Hægt að komast langt á korteri
Þá er ástæða til að benda á app sem Vistorka og Orkusetur hafa sett upp og heitir Korterið, þar er hægt að sjá hvað gangandi og hjólandi komast langt á 15 mínútum út frá staðsetningu, ekki til að velja leiðir heldur til að bæta rýmisgreind notenda.
Enn meira ef allir gera eitthvað Plastlaus september hefur deilt myndbandi um mengun af bíldekkjum. Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar hvetja fólk til að hvíla bílinn. ÍSÍ er með Hjólum í skólann átakið. Umhverfisstofnun með hvatningu á vef. Háskólarnir eru með hvatningu til stúdenta og Dr. Bæk var í HÍ að gera við hjól. Landspítalinn var m.a. með myndband þar sem starfsfólk var hvatt til að hvíla bílinn. Stofnanir og fyrirtæki hafa verið að bjóða starfsfólki vistvæna samgöngusamning