Til gamans má geta þess að frá því í fyrra þegar Hjólum í skólann var haldið í fyrsta sinn hefur orðin mikil aukning á þeim sem völdu að hjóla í skólann enn hlutfallið var 37,9% í fyrra en 65,6% í ár.
Markmið verkefnisins var að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Á meðan að verkefninu stóð var dregið úr skráðum þátttakendum og gátu þeir unnið hjólatösku með viðgerðasetti. Síðasta daginn var svo dregið út glæsilegt TREK reiðhjól að verðmæti 100.000kr frá hjólreiðaversluninni Erninum. Auk þess gátu tveir heppnir einstaklingar unnið 25.000kr snertilaust kreditkort frá Valitor með því að taka mynd og setja á Instagram og merkja með #hjolumiskolann
Hjólum í skólann er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embætti landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf og stuðninginn.
Einnig viljum við þakka Erninum, Valitor og FM957 fyrir þeirra framlag og samstarf við verkefnið. Að lokum langar okkur að þakka öllum nemendum og starfsmönnum framhaldsskólanna kærlega fyrir þátttökuna og vonum að enn fleiri verði með á næsta ári.
Við minnum á að Lífshlaupið hefst 4. febrúar 2015 og verður framhaldsskólakeppnin keyrð á sama tíma og vinnustaða- og grunnskólakeppnin.