Þá liggja úrslitin í Hjólum í skólann árið 2014 fyrir en alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár - tveimur fleiri skólum en í fyrra. Í fyrra var algengasti ferðamátinn strætó/ganga en í ár var hjólið lang oftast nota eða í 65,6% skipta. Vel gert!
Úrslit í hverjum flokki fyrir sig eru eftirfarandi en nánari upplýsingar um úrslit má finna hér
0-399 nemendur og starfsfólk: Menntaskólinn á Ísafirði
400-999 nemendur og starfsfólk: Framhaldsskólinn í Mofellsbæ
1000 ofl. nemendur og starfsfólk: Menntaskólinn við Hamrahlíð
Þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurum til hamingju. Minnum á að verðlaunaafhendingin fer fram í hádeginu mánudaginn 22. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3.hæð kl. 12:10 – 13:00. Öllum liðsstjórum er velkomið að taka með sér 4-5 liðsmenn. Skráning á netfangið hronn@isi.is.