Hér að neðan eru góðar skráningarleiðbeiningar.
Í upphafi þarf að skrá skólann til leiks. Það getur í raun hver sem er tekið það að sér að stofna skólann. Gott er að sá sem geri það sé tengiliður innan skólans við ÍSÍ.
Bæði getur hver og einn einstaklingur skráð sig til leiks og fylgir hann þá leiðbeiningunum hér að neðan eftir.
Síðan getur tengiliður/kennari skráð inn nemendur með excel innskráningu.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólum í skólann, www.hjolumiskolann.is
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Valið Nýskráning eða skrá inn með facebook
4. Stofnaður þinn eigin aðgangur
5. Valið um að stofna skóla* eða stofna/ganga í lið
6. Skráningu lokið
*ef ekki er búið að stofna skóla þá þarf að gera það í skrefi 5. Það þarf að nota kennitölu skólans.