Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram dagana 10.-16. september næst komandi í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Opnað hefur verið fyrir skráningu framhaldsskóla. Hér á síðunni undir "Um Hjólað" - "Skráningarleiðbeiningar" má nálgast ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig er best að standa að skráningu.
Framhaldsskólar eru hvattir til þess að kynna sér verkefnið vel áður en hafist er handa við að skrá skólann og þátttakendur til leiks.