Hvatningarátakið Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni hefst í fyrsta sinn mánudaginn 16. september og stendur til föstudagsins 20. september. Nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna eru hvattir til þess að nýta virkan ferðamáta sem oftast á þessu tímabili, en með virkum ferðamáta er átt við að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólbretti eða taka strætó.
Markmið átaksins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólann.
Margt skemmtilegt verður í gangi í framhaldsskólum landsins í næstu viku og hvetjum við alla til þess að senda okkur skemmtilegar frásagnir um þátttöku ykkar skóla í hér.