ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT

Allir geta tekið þátt í verkefninu og oftar en ekki þarf bara svolítið ímyndunarafl þar sem skipulag sumra skólahverfa getur gert gönguferðir erfiðar og sumir nemendur þurfa að fara langa leið til að komast í skólann. Ef nemendur eiga erfitt með að komast gangandi til skóla geta þeir samt tekið þátt í verkefninu á einn eða annan hátt. T.d. með því að fara í gönguferð saman áður en kennsla hefst að morgni eða með því að nota hádegi eða löngu frímínútur til þess.

Tilvalið er að nota gönguferðina t.d til að:

Finna betri gönguleiðir: Gengurðu sömu leið og ekin er með bílnum? Hvernig væri að kanna umhverfið til að kanna hvort til séu fleiri skemmtilegar leiðir í skólann, forðast umferðargöturnar og fara um hliðargötur og göngustíga í staðinn?

Kynnast nágrenninu